top of page

Lagið

Á þessu ferðalagi fylgjumst við að

við eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað

í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi

ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig

ég væri ekkert án þín myrkrið hverfur því að

lífið er yndislegt, sjáðu,

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

blikandi stjörnur skína himninum á

hún svarar ég trúi varla því sem augu mín sjá og segir

ég gef þér hjarta mitt þá skilyrðislaust

ég veit að þú myndir klífa hæstu hæðir fyrir mig

ég væri ekkert án þín myrkrið hverfur því að

lífið er yndislegt sjáðu

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

lífið er yndislegt sjáðu

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

nóttin hún færist nær hér við eigum að vera

núna ekkert okkur stöðvað fær

undir stjörnusalnum inní Herjólfsdalnum

lífið er yndislegt sjáðu

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

lífið er yndislegt sjáðu

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

lífið er yndislegt ó lífið er yndislegt

lífið er yndislegt sjáðu

það er rétt að byrja hér

lífið er yndislegt með þér

lífið er yndislegt með þér…..

Lag og Texti: Hreimur Örn Heimisson.

Lífið er yndislegt var valið af þjóhátíðarnefnd sem þjóðhátíðarlag ársins 2001, en það var mjög tæpt. Helmingurinn sagði nei, og hinn já og síðan valt allt á einum manni, sem gat ekki ákveðið sig, en hallaðist meira á nei, en var á endanum sannfærður og svarið breyttist yfir í já. Höfundur lagsins og textans heitir Hreimur Örn Heimisson. Hreimur er 41.árs söngvari og laga höfundur sem hefur samið og sungið tvö þjóðhátíðarlög, Vinátta og Lífið er yndislegt, og eru þau bæði mjög vinsæl, og hefur annað þeirra verið kosið oft og mörgum sinnum besta þjóðhátíðarlag allra tíma.

Mynd 1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
bottom of page