Lífið er yndislegt
Niðurstöður
Niðurstöður úr könnun
Þær niðurstöður sem við fengum úr könnuninni tengdri laginu og hvaða dagur væri skemmtilegastur, voru þær að flestum á okkar aldri og eldri sem eru ættuð héðan, hafa tengingar við eyjuna eða búa hér finnast sunnudagurinn lang skemmtilegastur, bæði því það er síðasti dagurinn og allir svo glaðir, og vegna brekkusöngsins. Þar á eftir kom laugardagur, því þá er einn dagur búinn og 2 eftir, eða svo segja þau sem tóku könnunina og kusu laugardag. Föstudagurinn kom seinastur, vegna þess að þá eru allir í svo miklu spennufalli, og eru ekki 100% að njóta sín og hafa eins gaman og þau gætu verið að gera.
Hljómsveit/söngvari sem flestir á okkar aldri, eldri, þeir sem eru ættaðir héðan, hafa tengingu eða búa hér bíða spenntastir fyrir eru FM95blö í fyrsta sæti, vegna þess að þeir koma með svo mikla stemningu með sér og syngja lög sem allir kunna. í öðru sæti kom Páll Óskar, vegna þess að hann kemur líka með þvílíka stemningu, og útaf öllu glimmerinu. Í þriðja sæti kom Helgi Björns,því á þessum erfiðu Covid-19 tímum var hann með heima með Helga í beinni útsendingu, og allt Ísland var að horfa og hlusta. Og í fjórða sæti kom Stjórnin vegna þess að í fyrra trylltu þau brekkuna með laginu Larí lei, og líka því þau rífa upp stemninguna.
Niðurstöðurnar við aðal spurningunni og auka rannsóknar spurningunni voru þær að það lag sem er talið uppáhalds þjóðhátíðarlag okkar kynslóðar og eldri kynslóða sem eru ættuð héðan, búa hér eða hafa tengingar er Lífið er yndislegt. Ástæðurnar fyrir því eru þær að að er svo þjóðhátíðarlegt, klassískt og góður andi í laginu. í öðru sæti var Þar sem hjartað slær, og þar á eftir kom Ég veit þú kemur, og fengu þau bæði sömu ástæður sem voru að þau eru mjög klassísk og góð þjóðhátíðarlög.
Þetta voru niðurstöðurnar ú könnuninni sem við gerðum tengt tónlistinni.