top of page

   um þjóðhátíð

Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum er stór tónlistarhátíð sem haldin er um verslunarmannahelgina á hverju ári sem er í byrjun ágúst, eða lok júlí. Hátíðin hefur verið haldin á hverju ári frá árinu 1874, og var upphaflega bara hátíð vestmannaeyinga, og er að vísu en, en þá mættu aðeins eyjamenn. Núna mætir fólk allsstaðar af landinu, og jafnvel líka öðrum löndum. Þjóðhátíðin er álíka mikilvæg í augum eyjamanna og jólin, og er ekki bara einhver úti tónlistarhátíð, heldur hefur hún orðið að hefð í öll þessi 146 ár sem hún hefur verið að þróast.

 

Fimmtudagurinn fyrir þjóðhátíð, er seinasti undirbúnings dagurinn fyrir hátíðina, og spenningurinn magnast svakalega. Fimmtudagskvöldið er Húkkaraballið, og það er eins og einskonar upphitun fyrir þjóðhátíðina sem byrjar daginn eftir.

Á föstudeginum byrjar yfirleitt barna og fjölskyldu dagská í kringum 13 og er til u.þ.b 16. Kvöld dagskráin byrjar eftir klukkan 20 og er til 00, þegar kveikt er í brennunni á Fjósakletti. Þar á eftir eru miðnætur tónleikar til morguns.

Laugardagurinn er mjög svipaður föstudeginum, nema önnur atriði, aðrir söngvara og aðrar hjómsveitir, og á slaginu 00 er kveikt á flugeldasýningu.

Sunnudagurinn er seinastur, og dagurinn sem flestum finnst skemmtilegastur, og sérstaklega eldri kynslóðunum, vegna brekku söngsins, sem Árni Jonssen byrjaði, vegna þess að honum fannst sunnudagur þjóðhátíðar svo vandræðalegur

 og það vantaði einhvað inná það.

bottom of page