Lífið er yndislegt
Hefðir
Þjóðhátíðin hefur mikla þýðingu fyrir Vestmannaeyinga vegna þess hvað hún er gömul og stór hátíð, og því hafa allar fjölskyldur í eyjum einhverjar hefðir á þjóðhátíð sem hafa gengið á milli kynslóða með árunum frá því hún var haldin fyrst, og hér koma nokkur dæmi.
Hvítu tjöldin eru stór hefð sem margir/flestir eyjamenn, eða aðrir sem eiga fjölskyldur eða eru ættaðir héðan eru með, og setja þau upp og skreyta á hverju ári. Sumar fjölskyldur eru saman með eitt stórt tjald líka, það er mjög algengt.
Sumir fá sér alltaf kjötsúpu í hvítu tjöldunum á sama tíma sama dag á hverju ári á þjóðhátíð, og það er þá yfirleitt á laugardegi.
Aðrir gera það sama nema fá sér pulsur en ekki súpu.
Alltaf eftir setninguna á föstudeginum um 3 leitið, er kaffi boð í hvíta tjaldinu með kökum og allskonar sætu bakkelsi, risa kökum og tertum, smurðum samlokum, vefjum eða flatkökum.